Fundir og veislur
Öðruvísi fundarstaður
Norræna húsið býður upp á góða aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds í fallegu umhverfi. Funda- og ráðstefnuþjónusta Norræna hússins nýtist vel fyrir minni fundi og málstofur sem og fyrir stærri samkomur, allt að 100 manns í sæti í einum sal. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og lögum okkur að þörfum hvers og eins.
Á efri hæð hússins er:
• Stór salur sem tekur um 110 manns í sæti og nýtist hann hvort heldur er til funda-, ráðstefnu og tónleikahalds eða til kvikmyndasýninga.
• Alvar Aalto stofa (fundarherbergi) sem nýtist vel fyrir minni fundi eða hópavinnu. Hámark 12-14 manns.
(nánari upplýsingar um fundaraðstöðu og ráðstefnusali má nálgast á heimasíðu Norræna hússins www.norraenahusid.is)
Veitingar vegna viðburða er afgreidd af AALTO Bistro.
Að auki bjóðum við upp á mat fyrir hvers kyns veislur og annarskonar veisluþjónustu. Allur veislumatur hjá okkur er matreiddur af Sveini Kjartanssyni matreiðslumeistara eftir ströngum gæðakröfum og leitast er eftir að nota ávalt fersk hráefni.
Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja matseðil.